Lilja hrærð yfir viðbrögðunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. febrúar 2012 10:29 Samstaða fer af stað með krafti. mynd/ vilhelm. Lilja Mósesdóttir, formaður Samstöðu, nýs stjórnmálaafls sem hyggst bjóða fram í þingkosningum að ári, segir niðurstöður í nýrri skoðanakönnun koma sér og flokksfélögum sínum á óvart. Flokkurinn mældist með 21,3% fylgi í könnun sem Fréttablaðið birtir í dag og var framkvæmd i gær og í fyrradag. Samkvæmt niðurstöðunum fengi flokkurinn fjórtán þingmenn kjörna. „Vð vorum svona í bjartsýni okkar að vonast til að þetta yrði svona 12 til 15%. Við erum svona hálf hrærð yfir þessu mikla fylgi," segir Lilja. Hún bendir á að forysta Samstöðu hafi ekki enn farð út á land til að kynna framboðið þar. Við höfum meðal annars ekki komist vegna veðurs. við ætluðum að fara í þessari viku," segir Lilja. Hún tekur þó fram að þetta séu nú ekki endilega þær tölur sem muni koma upp úr kjörkössunum. „En ég held að það sé meiri líkur á því að það muni gerast núna en oft áður," segir Lilja. Lilja segir erfitt að geta sér til um það hvað skýri niðurstöðuna í kosningunni. Hún hafi þó skynjað að fólk væri að leita að stjórnmálaafli sem hefði trúverðugleika og ekki síður að leita að fólki sem hefði trúverðugleika til að framfylgja þeirri stjórnmálastefnu sem Samstaða byggir á. Það væri því bæði fólkið og stefnan sem skipti máli. „Ég er eini þingmaðurinn í hópnum og síðan er fólk sem hefur ekki beint verið í framvarðarlínu stjórnmálanna með mér heldur þekkt af öðrum störfum í samfélaginu. Ég held að mörgum hafi þótt það vera traustvekjandi," segir Lilja. Hún bendir á að ásýnd flokksins eigi eftir að breytast eftir því sem félögunum fjölgi. Lilja segir að Samstaða hafi verið í sambandi við fólk víðsvegar á landinu til að taka þátt í starfi flokksins. „Við höfum haft samband við fólk í öllum kjördæmum en auðvitað mætti hópurinn vera stærri á hverjum stað. Það litast kannski af tímaskorti og peningaleysi," segir Lilja og bendir á að ný framboð eins og Samstaða hafi nánast ekki úr neinum peningum að moða miðað við framboð sem þegar hafi haslað sér völl. Tengdar fréttir Nýtt framboð Lilju Mósesdóttur með ríflega fimmtungs fylgi Kjósendur virðast bíða eftir nýjum framboðum samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Ný framboð mælast með nærri þriðjung atkvæða. Hátt hlutfall tekur ekki afstöðu til flokka. 10. febrúar 2012 07:30 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Lilja Mósesdóttir, formaður Samstöðu, nýs stjórnmálaafls sem hyggst bjóða fram í þingkosningum að ári, segir niðurstöður í nýrri skoðanakönnun koma sér og flokksfélögum sínum á óvart. Flokkurinn mældist með 21,3% fylgi í könnun sem Fréttablaðið birtir í dag og var framkvæmd i gær og í fyrradag. Samkvæmt niðurstöðunum fengi flokkurinn fjórtán þingmenn kjörna. „Vð vorum svona í bjartsýni okkar að vonast til að þetta yrði svona 12 til 15%. Við erum svona hálf hrærð yfir þessu mikla fylgi," segir Lilja. Hún bendir á að forysta Samstöðu hafi ekki enn farð út á land til að kynna framboðið þar. Við höfum meðal annars ekki komist vegna veðurs. við ætluðum að fara í þessari viku," segir Lilja. Hún tekur þó fram að þetta séu nú ekki endilega þær tölur sem muni koma upp úr kjörkössunum. „En ég held að það sé meiri líkur á því að það muni gerast núna en oft áður," segir Lilja. Lilja segir erfitt að geta sér til um það hvað skýri niðurstöðuna í kosningunni. Hún hafi þó skynjað að fólk væri að leita að stjórnmálaafli sem hefði trúverðugleika og ekki síður að leita að fólki sem hefði trúverðugleika til að framfylgja þeirri stjórnmálastefnu sem Samstaða byggir á. Það væri því bæði fólkið og stefnan sem skipti máli. „Ég er eini þingmaðurinn í hópnum og síðan er fólk sem hefur ekki beint verið í framvarðarlínu stjórnmálanna með mér heldur þekkt af öðrum störfum í samfélaginu. Ég held að mörgum hafi þótt það vera traustvekjandi," segir Lilja. Hún bendir á að ásýnd flokksins eigi eftir að breytast eftir því sem félögunum fjölgi. Lilja segir að Samstaða hafi verið í sambandi við fólk víðsvegar á landinu til að taka þátt í starfi flokksins. „Við höfum haft samband við fólk í öllum kjördæmum en auðvitað mætti hópurinn vera stærri á hverjum stað. Það litast kannski af tímaskorti og peningaleysi," segir Lilja og bendir á að ný framboð eins og Samstaða hafi nánast ekki úr neinum peningum að moða miðað við framboð sem þegar hafi haslað sér völl.
Tengdar fréttir Nýtt framboð Lilju Mósesdóttur með ríflega fimmtungs fylgi Kjósendur virðast bíða eftir nýjum framboðum samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Ný framboð mælast með nærri þriðjung atkvæða. Hátt hlutfall tekur ekki afstöðu til flokka. 10. febrúar 2012 07:30 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Nýtt framboð Lilju Mósesdóttur með ríflega fimmtungs fylgi Kjósendur virðast bíða eftir nýjum framboðum samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Ný framboð mælast með nærri þriðjung atkvæða. Hátt hlutfall tekur ekki afstöðu til flokka. 10. febrúar 2012 07:30