Fótbolti

Hótar því að sekta leikmenn sem fara úr að ofan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Roberto Donadoni þjálfar nú ítalska félagið Parma en þessi fyrrum landsliðsleikmaður og landsliðsþjálfari er orðinn pirraður á því að hans menn fái gult spjald fyrir að fagna mörkum sínum með því að fara úr keppnistreyjunni.

„Þetta er hræðilegt," sagði Roberto Donadoni við Football Italia. „Stundum sé ég leikmann fá gult spjald fyrir að fara úr treyjunni og fá síðan annað gult og þar með rautt seinna í leiknum," sagði Donadoni.

„Þetta er fáranlegt. Ef ég myndi ráða einhverju þá myndi ég sekta leikmanninn um mánaðarlaun fyrir að fara úr treyjunni í fagnaðarlátum. Þetta er út í hött," sagði Donadoni.

Roberto Donadoni tók við liði Parma í janúar og liðið hefur aðeins tapað einum deildarleik (af sjö) undir hans stjórn þótt að sigrarnir séu reyndar bara tveir. Parma er nú í 14. sæti í ítölsku deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×