Enski boltinn

Aston Villa tapaði rúmum tíu milljörðum í fyrra

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Randy Lerner, eigandi Aston Villa, til hægri.
Randy Lerner, eigandi Aston Villa, til hægri. Nordic Photos / Getty Images
Aston Villa hefur greint frá því að félagið tapaði gríðarlegum fjárhæðum á síðasta rekstrarári. Miklu munaði að félagið skipti tvívegis um knattspyrnustjóra.

Martin O'Neill hætti með liðið í ágúst árið 2010 og var Gerard Houllier ráðinn í hans stað. Hann hætti níu mánuðum síðar af heilsufarsástæðum. Auk þess að gera upp við þá báða þurfti einnig að semja um starfslok fjölda annarra starfsmanna í þjálfarateymum þeirra.

Félagið þurfti að greiða um 2,3 milljarða vegna þessara breytinga en tap félagsins árið áður var um 7,5 milljarðar. Um talsverða aukningu er því að ræða á milli ára.

Bandaríkjamaðurinn Randy Lerner er eigandi Aston Villa og þykir umdeildur. Fjármálastjóri Aston Villa segir þó að félagið hafi gripið til aðgerða og að vonast sé til þess að rekstrarárið 2011-12 verði betra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×