Enski boltinn

Terry vill spila á ný innan fjögurra vikna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
John Terry segir að hnéaðgerð sín hafi gengið vel og að læknar vilji gefa honum 4-6 vikur til að jafna sig. Hann vilji þó byrja að spila fyrr.

Terry meiddist í bikarleik í upphafi ársins og spilaði áfram þar til að það varð ljóst að vandamálið yrði ekki leyst nema með aðgerð.

„Aðgerðin gekk mjög vel og mér líður vel. Það er gott útlit fyrir að ég geti náð skjótum bata. Læknarnir segja að ég geti spilað á ný eftir 4-6 vikur en ég vonast til að það verði jafnvel fyrr."

„Ég mun allavega koma aftur áður en tímabilinu lýkur í úrvalsdeildinni og áður en undirbúningur landsliðsins hefst fyrir EM í sumar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×