Enski boltinn

Ekki öruggt að Podolski fari til Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Ekki eru allir þýskir fjölmiðlar sammála um að það sé öruggt að Lukas Podolski fari til Arsenal nú í sumar. Hann hefur verið sterklega orðaður við Lundúnarfélagið í dágóðan tíma.

Þýska blaðið Bild fullyrti í gær að samkomulag væri í höfn og að Podolski muni fara til Arsenal í sumar. Kicker segir að málið sé ekki komið svo langt, enda þurfi félögin fyrst að komast að samkomulagi um kaupverð áður en Podolski getur gengið frá samningum um kaup og kjör.

Umboðsmaður hans, Kon Schramm, vildi ekkert tjá sig í samtali við blaðið og ekki heldur fulltrúar Köln. Podolski er samningsbundinn félaginu til 2013.

Köln er nú í fjórtánda sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og fallbaráttuslagurinn blasir við. Hjá Arsenal er þegar þýski landsliðsmaðurinn Per Mertesacker.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×