Enski boltinn

Jóhannes Karl í fyrsta skipti í byrjunarliði Huddersfield í vetur

Jóhannes Karl.
Jóhannes Karl.
Nýr stjóri Huddersfield, Simon Grayson, virðist hafa talsvert meira álit á Jóhannesi Karli Guðjónssyni en forveri hans því hann skellti Jóhannesi í byrjunarlið liðsins í kvöld.

Jóhannes Karl hafði ekkert spilað í vetur en fékk tækifæri í 25 mínútur í síðasta leik Huddersfield og var svo í byrjunarliðinu í kvöld.

Jóhannes lék í 85 mínútur og var tekinn af velli er Huddersfield þurfti að þétta raðirnir aftast á vellinum.

Huddersfield og Stevenage gerðu 2-2 jafntefli þar sem jöfnunarmark Stevenage kom tveim mínútum fyrir leikslok eða þrem mínútum eftir að Jói Kalli fór af velli.

Huddersfield er í fjórða sæti ensku C-deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×