Enski boltinn

Fabregas styður við bakið á Wenger

Fabregas í tapleik með Arsenal.
Fabregas í tapleik með Arsenal.
Þó svo Cesc Fabregas hafi ákveðið að flýja frá Arsenal þá ber hann enn tilfinningar til félagsins og fylgist vel með því hvernig Arsenal gengur.

Hann segir sárt að horfa upp á Arsenal tapa leikjum og hefur nú ákveðið að blanda sér í umræðuna um framtíð Arsene Wenger, knattspyrnustjóra liðsins.

Margir vilja fá Wenger burt frá félaginu og telja hann ekki hafa það sem til þarf svo Arsenal byrji að vinna titla á nýjan leik.

"Mér finnst ómögulegt að ímynda mér Barcelona án Pep. Það er enn óraunverulegra að hugsa um Arsenal án Arsene," sagði Fabregas sem styður sinn gamla stjóra.

"Hann er búinn að vera hjá félaginu í 16 ár og það væri mjög skrýtið ef hann færi. Ég er viss um að hann mun ná liðinu á strik á nýjan leik."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×