Enski boltinn

Tevez spilaði í 45 mínútur með varaliði City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlos Tevez í leik með City.
Carlos Tevez í leik með City. Nordic Photos / Getty Images
Carlos Tevez spilaði á ný í búningi Manchester City í fyrsta sinn í langan tíma er hann spilaði í 45 mínútur með varaliði City í dag.

City mætti Preston North End í varaliðsdeildinni og þótti Tevez komast ágætlega frá leiknum. Hann fékk eitt gott færi eftir að hafa komist í gegnum vörn Preston en náði þó ekki að skora.

Leikurinn fór fram fyrir luktum dyrum en forráðamenn City, þeir Brian Marwood og Patrick Vieira, fylgdust báðir með leiknum.

Talið er ólíklegt að hann verði í hóp City gegn Bolton um helgina en að hann myndi mögulega koma við sögu í leik liðsins gegn Swansea þann 10. mars næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×