Enski boltinn

Chelsea vill fá Hulk í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, hefur lýst yfir áhuga á að fá sóknarmanninn Hulk í raðir félagsins frá Porto nú í sumar.

Villas-Boas þykir þó óöruggur í starfi og óvíst að hann verði enn við stjórnvölinn þegar opnað verður fyrir félagaskipti á ný í sumar.

„Við erum með Kalou og Malouda en stutt er í að samningar þeirra beggja renni út," sagði Villas-Boas. „Juan Mata og Daniel Sturridge verða hins vegar hjá okkur lengi."

„Það verður því þörf fyrir nýjan leikmann og ég tel að það sé pláss fyrir dýran leikmann á kantinum - einhvern sem er sterkur í návígum. Hulk er dæmi um slíkan leikmann."

Villas-Boas þekkir Hulk vel því hann þjálfaði þann síðarnefnda hjá Porto á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×