Enski boltinn

Carragher setur stefnuna á Meistaradeildina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Liverpool tryggði sér um helgina þátttökurétt í Evrópudeild UEFA á næstu leiktíð með því að bera sigur úr býtum í enska deildabikarnum. En Carragher vill komast í Meistaradeildina og festa liðið í sessi þar.

„Mér finnst að við séum stærri en svo. Við eigum að stefna að því að komast í Evrópukeppnina á hverju ári með því að enda ofarlega í deildinni frekar en að vinna deildabikarinn," sagði Carragher.

„Já, það er gott að við séum búnir að tryggja okkur þetta. Nú er næsta skref að koma okkur inn í Meistaradeildina. Við vitum að það verður erfitt og það er erfiður leikur gegn Arsenal um helgina."

„Árangur í Evrópukeppnum er stór hluti af sögu þessa félags og þangað verðum við að komast aftur," sagði Carragher.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×