Enski boltinn

Scott Parker besti landsliðsmaður Englendinga á árinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Scott Parker í leik á móti Spánverjum.
Scott Parker í leik á móti Spánverjum. Mynd/Nordic Photos/Getty
Scott Parker, miðjumaður Tottenham og enska landsliðsins, þótti standa sig best allra hjá enska landsliðinu á síðasta ári að mati stuðningsmanna enska landsliðsins sem kusu hann bestan í vefkosningu.

Parker stimplaði sig inn í enska landsliðið á árinu eftir að hafa ekki verið inn í myndinni hjá Fabio Capello áður og spilaði Parker sjö af níu landsleikjum ársins.

„Ég missti aldrei vonina um að getað spilað með landsliðinu," sagði hinn 31 árs gamli Scott Parker sem lék aðeins 3 landsleiki á árunum 2003 til 2010.

„Danmerkurleikurinn skipti mestu máli. Ég kom inn á síðustu 45 mínúturnar og fékk síðan að byrja inn á í næsta alvöru leik sem var á móti Wales. Það skipti öllu máli fyrir mig," sagði Parker.

Parker fékk 17 prósent atkvæða í boði, Joe Hart varð í öðru sæti og þriðji var síðan Ashley Cole sem vann þessa kosningu í fyrra.

„Þetta er mikill heiður fyrir mig. Maður þarf ekki annað en að skoða hvaða leikmenn hafa hlotið þessi verðlaun áður," sagði Parker.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×