Enski boltinn

Villas-Boas: Framtíð mín í óvissu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea.
Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea. Nordic Photos / Getty Images
Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, hefur í fyrsta sinn viðurkennt að hann sé ekki öruggur í starfi hjá félaginu.

Tímabilið í ár er það versta hjá Chelsea síðan að Roman Abramovich keypti félagið árið 2003. Liðið vann 3-0 sigur á Bolton um helgina en þar áður hafði liðið spilað fimm leiki í röð án sigurs.

Villas-Boas telur að hann njóti enn trausts hjá Abramovich en viðurkennir að hann viti ekki hvað framtíðin beri í skauti sér. Hann sagði ástand liðsins svipað og í fyrra þegar að Carlo Ancelotti var látinn fara.

„Þetta er nákvæmlega eins. Hegðun eigandans varð til þess að stjórinn var látinn fara. Ég veit ekki hver viðbrögðin verða í þetta skiptið. Annað hvort heldur verkefnið áfram eða sagan endurtekur sig."

Samband Villas-Boas við leikmenn mun ekki vera mjög gott og talaði Frank Lampard á þeim nótum um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×