Enski boltinn

Fótboltadómarar hafa rétt fyrir sér í 92,3% tilfella

Nigel de Jong og Pablo Zabaleta leikmenn Manchester City ræða hér málin af innlifun Chris Foy dómara.
Nigel de Jong og Pablo Zabaleta leikmenn Manchester City ræða hér málin af innlifun Chris Foy dómara. Getty Images / Nordic Photos
Mistök dómara eru oftar en ekki helsta umræðuefnið eftir fótboltaleiki. Það er áhugavert að rýna í niðurstöður af þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á störfum atvinnudómara í efstu deildum á Englandi. Dómarar hafa rétt fyrir sér í 92,3% tilfella og aðstoðardómararnir eru með enn betri tölfræði á bak við sig. Þeir hafa rétt fyrir sér í 99,3% tilvika.

Þessar niðurstöður koma eflaust mörgum á óvart – ekki síst knattspyrnustjórum og leikmönnum, sem hafa yfirleitt eitthvað til málana að leggja þegar dómararar taka ákvörðun í hita leiksins.

Hraðinn í knattspyrnuleikjum í efstu deildum á Englandi hefur aukist um 20% á síðustu fimm árum samkvæmt niðurstöðu mælinga sem samtök atvinnudómara hafa nú birt. Leikmenn hlaupa á allt að 21 km/klst hraða í langan tíma og samhliða þessum breytingum eru gerðar meiri kröfur til líkamsástands dómara en gert var áður.

Samtök atvinnudómara vinna hörðum höndum að því að bæta líkamsástand dómara og samkvæmt rannsóknum virðast hlutirnir vera á réttri leið.

Dómarar þurfa að meta og taka ákvörðun á 12 sekúndna fresti að meðaltali í leik samkvæmt tölfræðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×