Handbolti

Dagur og félagar mæta Hamburg | AG til Svíþjóðar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dagur Sigurðsson mætir þýsku meisturunum í 16-liða úrslitunum.
Dagur Sigurðsson mætir þýsku meisturunum í 16-liða úrslitunum. Nordic Photos / Getty Images
Dregið var í 16-liða og fjórðungsúrslit Meistaradeildar Evrópu í Danmörku í dag. Íslendingaliðið AG Kaupmannahöfn mætir sænska liðinu Sävehof en þetta eru einu tveir fulltrúar Norðurlandanna í keppninni.

Liðum var raðað í fjóra styrkleikaflokka eftir gengi liðanna í riðlakeppninni. Sigurvegarar riðlanna fjögurra voru í efsta styrkleikaflokki og svo framvegis. Lið sem höfðu þegar mæst í riðlakeppninni gátu ekki dregist saman á ný.

Það lá fyrir að Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Füchse Berlin myndu fá erfitt verkefni enda liðið í neðsta styrkleikaflokki og myndi því mæta liði úr efsta styrkleikaflokki.

Füchse Berlin drógst gegn Þýskalandsmeisturum Hamburg en Berlínarrefirnir eru þó fyrir ofan liðið í þýsku úrvalsdeildinni um þessar mundir. Füchse slapp við spænsku liðin Barcelona og Atletico Madrid, sem og topplið Kiel í Þýskalandi.

Kiel, lið Alfreðs Gíslasonar og Arons Pálmarssonar, fær pólska liðið Wisla Plock í heimsókn.

16-liða úrslit Meistaradeildarinnar:

HSV Hamburg (Þýskalandi) - Füchse Berlin (Þýskalandi)

FC Barcelona (Spáni) - Montpellier (Frakklandi)

THW Kiel (Þýskalandi) - Wisla Plock (Póllandi)

Atletico Madrid (Spáni) - Kadetten Schaffhausen (Sviss)

Veszprem (Ungverjalandi) - Ademar Leon (Spáni)

Cimos Koper (Slóveníu) - Vive Targi Kielce (Póllandi)

Croatia Zagreb (Króatíu) - Metalurg (Svartfjallalandi)

AG Kaupmannahöfn (Danmörku) - Sävehof (Svíþjóð)

1. styrkleikaflokkur:

HSV Hamburg (Þýskalandi)

FC Barcelona (Spáni)

THW Kiel (Þýskalandi)

Atletico Madrid (Spáni)

2. styrkleikaflokkur:

Croatia Zagreb (Króatíu)

Veszprem (Ungverjalandi)

AG Kaupmannahöfn (Danmörku)

Cimos Koper (Slóveníu)

3. styrkleikaflokkur:

Vive Targi Kielce (Póllandi)

Ademar Leon (Spáni)

Metalurg (Svartfjallalandi)

Sävehof (Svíþjóð)

4. styrkleikaflokkur:

Füchse Berlin (Þýskalandi)

Kadetten Schaffhausen (Sviss)

Wisla Plock (Póllandi)

Montpellier (Frakklandi)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×