Enski boltinn

John Henry ánægður með Kenny Dalglish

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Werner, Dalglish og Henry.
Werner, Dalglish og Henry. Nordic Photos / Getty Images
John Henry, eigandi Liverpool, var vitanlega hæstánægður með að félagið hafi borið sigur úr býtum í enska deildabikarnum í gær. Þetta var fyrsti titill félagsins síðan að Henry tók við félaginu árið 2010.

Henry lét Roy Hodgson fara skömmu eftir að hann tók við og réði Dalglish sem knattspyrnustjóra. Liverpool hafði í gær betur gegn B-deildarliðinu Cardiff eftir vítaspyrnukeppni.

„Ég vorkenndi honum reyndar því fyrirfram vorum við taldir mun sigurstranglegri aðilinn," sagði Henry við enska fjömiðla. „Ég sá hvaða líkur voru á sigri Liverpool og mér fannst þær ekki í tengslum við raunveruleikann."

„Það hefur verið mikil pressa á félaginu strax frá fyrsta degi en hann hefur náð að vinna mjög vel úr henni."

Stjórnarformaðurinn Tom Werner var einnig ánægður. „Þetta snýst um að vinna bikara. Þetta var frábær dagur og Kenny á allt gott skilið."

„En þetta var mjög taugastrekkjandi. Ég gat ekki horft á síðustu skotin í vítaspyrnukeppninni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×