Enski boltinn

Tevez spilar mögulega með varaliði City á morgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Samkvæmt enskum fjölmiðlum er mögulegt að Carlos Tevez muni spila í búningi Manchester City þegar að varalið félagsins mætir Preston á morgun.

Leikurinn átti upphaflega að fara fram á miðvikudaginn en hefur nú verið færður fram um einn sólarhring. Hann mun fara fram fyrir luktum dyrum.

Tevez sneri nýverið aftur til Englands eftir þriggja mánaða útlegð í heimalandi sínu, Argentínu. Hann hefur ekkert spilað síðan í september er hann neitaði að koma inn á sem varamaður í leik með liðinu í Meistaradeildinni.

Hann hefur nú beðist afsökunar á öllu saman og vill nú spila með liðinu á nýjan leik. Talið er ólíklegt að hann muni spila með City gegn Bolton um næstu helgi en hann gæti komið við sögu þegar að liðið mætir Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Swansea þann 10. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×