Enski boltinn

Dzeko: Engin pressa á mér út af Tevez

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Edin Dzeko óttast ekki að fá færri mínútur inn á vellinum þó svo að útlit sé fyrir að Carlos Tevez byrja að spila með liðinu á ný á næstu vikum.

Tevez hefur náð sáttum við Roberto Mancini, stjóra City, eftir langa deilu. Hann er byrjaður að æfa á ný og gæti gert tilkall til sæti í liði Manchester City í næsta mánuði.

„Það er ekki meiri pressa á mér því þetta snýst um hvort að hann nái að bæta liðið," sagði Dzeko. „Við erum ein liðsheild og það er eðlilegt að það skuli vera samkeppni um stöður, sérstaklega þegar það eru svo margir sterkir leikmenn í hópnum."

Dzeko skoraði í 3-0 sigri City á Blackburn um helgina eftir að hafa komið inn á sem varmaður. „Það er auðvitað pirrandi [að vera á bekknum] þegar maður hefur náð að skora mörg mörk. En þetta er ákvörðun þjálfarans og ber ég virðingu fyrir henni."

„Við unnum 3-0 og ég læt verkin tala inn á vellinum. Ég er ánægður."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×