Enski boltinn

Giggs og Scholes bestu leikmenn United frá upphafi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ryan Giggs í leiknum í gær.
Ryan Giggs í leiknum í gær. Nordic Photos / Getty Images
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að þeir Paul Scholes og Ryan Giggs séu í sérflokki af öllum þeim leikmönnum sem hafi klæðst rauðu treyju félagsins.

Báðir skoruðu í 2-1 sigri United á Norwich um helgina en Giggs skoraði sigurmark leiksins í uppbótartíma. Giggs var þar að auki að spila sinn 900. leik með Manchester United.

„Ég held að Ryan hafi átt skilið að skora sigurmarkið með síðustu spyrnu leiksins, sérstaklega miðað við þann feril sem hann hefur átt," sagði Ferguson eftir leikinn.

„Ég var nú reyndar búinn að gleyma því að Scholesy skoraði fyrsta markið," sagði hann í léttum dúr. „Hann og Giggs eru bestu leikmennirnir sem félagið hefur nokkru sinni átt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×