Enski boltinn

Walker ekki með Englendingum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Kyle Walker verður ekki með Englandi í landsleiknum gegn Hollandi á miðvikudaginn. Hann meiddist í leik sinna manna í Tottenham gegn Arsenal um helgina.

Walker er fjórði leikmaðurinn sem Stuart Pearce valdi sem dregur sig úr hópnum vegna meiðsla. Hinir eru Tom Cleverley, Darren Bent og Wayne Rooney. Enginn leikmaður verður þó kallaður inn í landsliðið í þeirra stað.

Pearce mun því hafa 21 leikmann í hópnum á miðvikudaginn nema að fleiri forföll verði. Garth Barry mun vera tæpur en hann spilaði ekki í 3-0 sigri Manchester City gegn Blackburn um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×