Enski boltinn

Diarra samdi við Fulham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mahamadou Diarra.
Mahamadou Diarra. Nordic Photos / Getty Images
Mahamadou Diarra, fyrrum leikmaðu Real Madrid, hefur samið við Fulham í ensku úrvalsdeildinni og mun spila með liðinu til loka leiktíðarinnar.

Diarra er þrítugur varnarsinnaður miðjumaður en félagaskiptin eru reyndar háð því að hann fái atvinnuleyfi. Hann á að baki 74 leiki með landsliði Malí og ætti því að vera gjaldgengur fyrir slíkt leyfi.

Diarra hefur verið án félags síðan hann fór frá Monaco í sumar. Hann vann fjóra meistaratitla í röð með Lyon frá 2003 til 2006 og var svo keyptur til Real Madrid. Hann var á mála hjá félaginu þar til í fyrra.

Þetta eru góð tíðindi fyrir Fulham sem er í ellefta sæti í Englandi. Liðið vann 1-0 sigur á QPR um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×