Enski boltinn

Kuyt: Þetta er ástæðan fyrir því að ég kom til Liverpool

Kuyt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kuyt fagnar marki sínu ásamt Charlie Adam og Craig Bellamy.
Kuyt fagnar marki sínu ásamt Charlie Adam og Craig Bellamy. Nordic Photos / Getty Images
Hollendingurinn Dirk Kuyt var í skýjunum með sinn fyrsta titil hjá félaginu. Kuyt skoraði í framlengingu auk þess að nýta sína spyrnu í vítaspyrnukeppninni í dramatískum sigri Liverpool

„Þetta er ástæðan fyrir því að ég kom til Liverpool og að vinna minn fyrsta er stórkostlegt. Vonandi getum við bætt öðrum við í lok tímabils," sagði Kuyt en Liverpool mætir Stoke í enska bikarnum í næstu umferð.

Kuyt byrjaði leikinn á bekknum en lét til sín taka þegar hann kom inn á í framlengingunni.

„Það voru vonbrigði að fá ekki að spila meira en ég varð að gleyma því og gladdist mjög þegar ég skoraði," sagði Kuyt sem kom Liverpool yfir í upphafi seinni hálfleiks framlengingar.

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, sagði alltaf grimmt að tapa í vítaspyrnukeppni og hrósaði leikmönnum Cardiff.

„Annað liðið verður að tapa. Leikmenn Cardiff voru stórkostlegir í dag," sagði Gerrard.

Það var frændi Steven Gerrard, Anthony Gerrard, sem klúðraði síðustu spyrnu Cardiff í vítakeppninni og tryggði Liverpool sigurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×