Gunnar Nelson fór létt með Alexander Butenko í bardaga þeirra í Dublin í gærkvöld. Gunnar kom afslappaður til leiks og hafði yfirburði gegn Úkraínumanninum frá upphafi. Áður en fyrsta lotan var liðin var bardaganum lokið.
„Bardaginn fór á mína vegu frá byrjun og hann komst ekkert áleiðis. Það var einhvern veginn ekkert sem gekk ekki upp. Ekki að það hafi ekki verið átök," sagði Gunnar í spjalli við Vísi í dag.
„Hann var fljótur að stífna upp og þá verða allar hreyfingar svo augljósar. Þá gengur ekkert upp hjá honum, hann þreytist fljótt og missir allan vilja," sagði Gunnar.
Gunnar virðist ósigrandi í blönduðum bardagalistum en þetta var níundi bardagi hans á ferlinum.
Nánar verður rætt við Gunnar í Fréttablaðinu á morgun.
Páll Bergmann tók þessar fínu myndir af Gunnari í Dublin.
Gunnar: Hann var fljótur að stífna upp | Myndasyrpa frá bardaganum
Tengdar fréttir
Butenko: Heiður fyrir mig að fá að keppa við Gunnar
Gunnar Nelson mætir Alexander Butenko í Cage Contender keppninni í Dublin í kvöld. Rússinn segir það mikinn heiður að fá að keppa við Gunnar.
Gunnar kláraði Butenko í fyrstu lotu
Það tók Gunnar Nelson aðeins fjóra og hálfa mínútu að leggja Alexander Butenko af velli. Gunnar hafði Butenko með armlás strax í fyrstu lotu.