Sport

Kristinn langt frá sínu besta | Þreyttur eftir mikið álag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
FH-ingarnir Kristinn (til vinstri) og Trausti (til hægri).
FH-ingarnir Kristinn (til vinstri) og Trausti (til hægri). Mynd / Anton
Kristinn Torfason, langstökkvari úr FH, var langt frá sínu besta á danska meistaramótinu í frjálsum íþróttum í dag. Kristinn stökk lengst 6,90 metra í sinni fyrstu tilraun.

Kristinn stökk 6,84 metra í annarri tilraun en gerði ógilt í fjórum síðustu stökkum sínum.

Kristinn sagði í samtali við Vísi í dag að álag undanfarinna vikna hafi haft sitt að segja í dag. Hann væri einfaldlega þreyttur en mikið álag hefur verið á frjálsíþróttafólki hérlendis undanfarið. Sex vikna mótahrinu lauk um síðustu helgi.

Trausti Stefánsson úr FH keppir á morgun í 400 metra hlaupi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×