Enski boltinn

Tvö skallamörk tryggðu Stoke sigur á Swansea

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Leikmenn Stoke fagna marki í dag.
Leikmenn Stoke fagna marki í dag. Nordic Photos / Getty
Stoke vann 2-0 sigur á Swansea í síðdegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn með Swansea.

Matthew Upson kom heimamönnum yfir með sínu fyrsta marki fyrir félagið á 24. mínútu eftir sendingu frá Matthew Etherington. Svo sem ekki heitar fréttir að Stoke hafi skorað skallamark.

Peter Crouch bætti öðru marki við skömmu fyrir hlé og var markið af svipuðum toga, skalli eftir sendingu Ryan Shotton.

Swansea tókst ekki að gera atlögu að heimamönnum í síðari hálfleik og Stoke náði í þrjú dýrmæt stig.

Stoke er í 12. sæti deildarinnar með 33 stig en Swansea í 14. sæti með 30 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×