Enski boltinn

Man City með yfirburði gegn Blackburn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Balotelli vel fagnað eftir að hann kom heimamönnum á bragðið.
Balotelli vel fagnað eftir að hann kom heimamönnum á bragðið. Nordic Photos / Getty
Manchester City lagði Blackburn af velli í síðdegisleiknum í enska boltanum í dag. Mario Balotelli, Sergio Aguero og Edin Dzeko voru allir á skotskónum í 3-0 sigri heimamanna.

Heimamenn voru með boltann 80 prósent leiktímans í fyrri hálfleik en tókst aðeins að skora einu sinni. Þá skoraði Mario Balotelli af stuttu færi og staðan 1-0 í hálfleik.

Í síðari hálfleik héldu yfirburðir heimamanna áfram. Fyrst skoraði Sergio Aguero eftir mistök Paul Robinson sem var þó besti maður Blackburn í leiknum. Áður en yfir lauk skoraði Bosníumaðurinn Edin Dzeko og tryggði heimamönnum sigurinn.

Blackburn átti ekki skot sem hitti á mark City í leiknum.

City hefur fimm stiga forskot að loknum leiknum en Manchester United getur minnkað bilið í tvö stig á nýjan leik á morgun. Þá sækir liðið Norwich heim á Carrow Road.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×