Enski boltinn

Arsahvin lánaður til Zenit

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Andrei Arshavin er farinn frá Arsenal þar sem hann hefur verið lánaður til rússneska félagins Zenit frá St. Pétursborg. Arsenal keypti hann frá Zenit fyrir metfé árið 2009.

Arshavin er 30 ára gamall og hefur aðeins skorað eitt mark í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur komið við sögu í nítján leikjum, þar af ellefu sem varamaður. Hann staðfesti fréttirnar á heimasíðu sinni í kvöld.

Alls hefur hann skorað 23 mörk í 98 úrvalsdeildarleikjum í Englandi en hápunkturinn var þegar hann skoraði öll fjögur mörk sinna manna í 4-4 jafntefli gegn Liverpool í apríl árið 2009. Hann hefur verið fyrirliði rússneska landsliðsins síðustu ár og á að baki 67 landsleiki.

Arsene Wenger keypti Arhavin frá Zenit fyrir fimmtán milljónir punda sem er félagsmet hjá Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×