Enski boltinn

Fernando Torres í kuldanum hjá spænska landsliðinu

Framherjinn Fernando Torres var ekki valinn í spænska landsliðið sem mætir Venesúela í vináttuleik í næstu viku.
Framherjinn Fernando Torres var ekki valinn í spænska landsliðið sem mætir Venesúela í vináttuleik í næstu viku. Getty Images / Nordic Photos
Framherjinn Fernando Torres var ekki valinn í spænska landsliðið sem mætir Venesúela í vináttuleik í næstu viku. Torres hefur alls ekki náð sér á strik í marga mánuði og eru líkur á því að hann verði alls ekki í spænska landsliðinu á Evrópumeistaramótinu í sumar þar sem Spánverjar mæta í titilvörnina á EM sem fram fer í Póllandi og Úkraínu.

Vináttuleikurinn fer fram í Malaga á miðvikudaginn í næstu viku.

Torres skoraði aðeins 1 mark í 18 leikjum fyrir Chelsea á síðustu leiktíð eftir að hann var keyptur fyrir 50 milljónir punda frá Liverpool í janúar. Ástandið hefur lítið breyst á þessari leiktíð. Í 29 leikjum á þessum vetri hefur Torres skorað 4 mörk og hann hefur ekki skorað frá 19. okt. þegar hann potaði inn einu í Meistaradeildinni gegn Genk.

Torres skoraði síðast í ensku úrvalsdeildinni þann 24. september í 4-1 sigri gegn Swansea. Síðasta landsliðsmark hans fyrir Spán skoraði Torres í september 2010 í 4-0 sigri gegn Liechtenstein.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×