Enski boltinn

Connor tekur við Wolves | fyrrum aðstoðarmaður McCarthy

Terry Connor var í dag ráðinn sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Wolves en hann var áður aðstoðarþjálfari Mick McCarthy
Terry Connor var í dag ráðinn sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Wolves en hann var áður aðstoðarþjálfari Mick McCarthy Getty Images / Nordic Photos
Terry Connor var í dag ráðinn sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Wolves en hann var áður aðstoðarþjálfari Mick McCarthy sem var sagt upp störfum á dögunum. Íslenski landsliðsmaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson er leikmaður Wolves.

Connor mun stýra liðinu það sem eftir lifir leiktíðar eða í næstu 13 leikjum. Fyrsti leikur liðsins undir stjórn Connor verður gegn Newcastle á morgun laugardag. Wolves er í fallsæti, þriðja neðsta liðið með 21 stig en þar fyrir neðan eru Bolton með 20 stig og Wigan er neðst í 20. sæti með 19 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×