Innlent

Dæmdur fyrir að verða kornabarni að bana - vill endurupptöku málsins

Helga Arnardóttir skrifar
Maður sem dæmdur var í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir níu árum fyrir að valda dauða níu mánaða drengs með hristingi, ætlar að fara fram á að mál sitt verði endurupptekið. Hann vísar í álit erlendra sérfæðinga og nýjar rannsóknir.

Drengurinn var í daggæslu hjá Sigurði Guðmundssyni og þáverandi konu hans í Kópavogi árið 2001. Síðdegis annan maí missti drengurinn meðvitund á heimili þeirra og lést tveimur dögum síðar. Drengurinn var talinn hafa látist af völdum heilkennis ungbarnahristings eða shaken baby syndrome sem er talið koma til af völdum harkalegs hristings eða ofbeldis.

Sigurður og kona hans voru bæði ákærð og grunuð um að hafa valdið dauða drengsins. Hún var sýknuð en Sigurður fékk þriggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir manndráp af gáleysi en refsingin var lækkuð í átján mánuði í Hæstarétti. Sigurður sat inni í heilt ár á Kvíabryggju. Hann hefur aldrei getað sætt sig við málalyktir.

„Ég var ásakaður um að gera hluti sem ég gerði ekki, og var dæmdur fyrir það og ég vil fá það leiðrétt," segir Sigurður.

Verjandi Sigurðar í málinu hefur sent beiðni til héraðsdóms og óskar eftir dómskvaðningu matsmanna til að meta hvort nýjar rannsóknir og álit sérfræðinga gefi tilefni til að breyta niðurstöðu Hæstarréttar. Ítarlega verður fjallað um málið í Íslandi í dag eftir fréttir.

Nánar verður fjallað um málið í Íslandi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×