Viðskipti innlent

Krefst ítarlegri gagna vegna fyrirhugaðrar uppsagnar

Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, vill lengri frest til að andmæla fyrirhugaðri uppsögn stjórnar FME. Hann gerir margvíslegar athugasemdir við málsmeðferð stjórnarinnar í tengslum við fyrirhugaða uppsögn en hún barst til Gunnars í boðsendu bréfi að kvöldi föstudagsins 17. febrúar.

Meðal þess sem Gunnar gerir athugasemdir við er að ekki hafi verið skýrt með fullnægjandi hætti hvaða nýju gögn það eru sem stuðst sé við í áliti Ástráðar Haraldssonar, hrl., og Ásbjörns Björnssonar, endurskoðanda, sem mátu hæfi hans af beiðni stjórnar FME.

„Það er algjör grundvallarkrafa að menn hætti að fara eins og köttur í kringum heitan graut í þessum efnum; vinsamlega upplýsið nákvæmlega á hvaða nýjum gögnum er byggt og látið ljósrit skjalsins fylgja," segir meðal annars í svari Gunnars til stjórnar FME.

Hægt er að sjá svarbréf Gunnars í skjalinu hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×