Yngsti snjóbrettasnillingur landsins styrktur af DC 7. apríl 2012 12:45 „Það skemmtilegasta sem ég geri er að vera á snjóbretti og hjólabretti," segir Akureyingurinn Benedikt Friðbjörnsson, sjö ára, sem er sá yngsti í heiminum sem vitað er um sem getur farið heljarstökk aftur á bak á snjóbretti eða svokallað backflip. Benedikt, eða Benni eins og hann er kallaður, var fjögurra ára gamall þegar hann steig fyrst á snjóbretti en í dag er hann sannkallað undrabarn í íþróttinni. Bandaríska íþróttamerkið DC Shoes frétti af kappanum, bauð honum út með föður sínum á Shred Days-snjóbrettamótið í frönsku Ölpunum í síðustu viku. Þar stóð Benni sig með prýði og var meðal annars valinn nýliði ársins. „Þeir hjá DC fréttu af honum og vildu sjá hvað hann gæti með eigin augum. Okkur feðgunum var því boðið út þar sem Benni atti kappi við tvo ellefu ára stráka og var að lokum valinn nýliði ársins á mótinu," segir Friðbjörn Benediktsson faðir Benna en þeir feðgar hafa náð munnlegu samkomulagi við fyrirtækið sem styrkir Benna og gefur honum þann snjóbrettafatnað sem hann þarf á að halda. „Hann vakti mikla athygli þarna úti. Hann þurfti meira að segja að gefa eiginhandaráritanir og stilla sér upp á myndum fyrir aðdáendur." Sjálfur er Benni himinlifandi yfir ferðalaginu og fannst skemmtilegast að renna sér, sérstaklega með fræga norska snjóbrettakappanum Thorstein Horgmo sem er í uppáhaldi hjá Benna. „Við renndum okkur saman og hann kenndi mér smá," segir Benni sem segist ekki detta oft. „Ég rotaðist í fyrra en ég man ekki hvernig það gerðist. Núna er ég alltaf með hjálm." Friðbjörn segir Benna hafa verið ótrúlega fljótan að ná tökum á íþróttinni. „Hann hugsar ekki um mikið annað og fer alltaf í fjallið þegar færi gefst. Á sumrin er hann á hjólabretti og í fimleikum. Ég hef séð rosalega miklar framfarir hjá honum á síðasta ári. Hann er staðráðinn í að verða atvinnumaður þegar hann verður stór." Næst á dagskrá hjá Benna er að renna sér á AK Extreme snjóbrettamótinu sem hefst á Akureyri 12. apríl, en þar er hann yngsti keppandinn. alfrun@frettabladid.is Hægt er að sjá Benna sýna ótrúlega takta í myndbandinu hér fyrir ofan. Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Sjá meira
„Það skemmtilegasta sem ég geri er að vera á snjóbretti og hjólabretti," segir Akureyingurinn Benedikt Friðbjörnsson, sjö ára, sem er sá yngsti í heiminum sem vitað er um sem getur farið heljarstökk aftur á bak á snjóbretti eða svokallað backflip. Benedikt, eða Benni eins og hann er kallaður, var fjögurra ára gamall þegar hann steig fyrst á snjóbretti en í dag er hann sannkallað undrabarn í íþróttinni. Bandaríska íþróttamerkið DC Shoes frétti af kappanum, bauð honum út með föður sínum á Shred Days-snjóbrettamótið í frönsku Ölpunum í síðustu viku. Þar stóð Benni sig með prýði og var meðal annars valinn nýliði ársins. „Þeir hjá DC fréttu af honum og vildu sjá hvað hann gæti með eigin augum. Okkur feðgunum var því boðið út þar sem Benni atti kappi við tvo ellefu ára stráka og var að lokum valinn nýliði ársins á mótinu," segir Friðbjörn Benediktsson faðir Benna en þeir feðgar hafa náð munnlegu samkomulagi við fyrirtækið sem styrkir Benna og gefur honum þann snjóbrettafatnað sem hann þarf á að halda. „Hann vakti mikla athygli þarna úti. Hann þurfti meira að segja að gefa eiginhandaráritanir og stilla sér upp á myndum fyrir aðdáendur." Sjálfur er Benni himinlifandi yfir ferðalaginu og fannst skemmtilegast að renna sér, sérstaklega með fræga norska snjóbrettakappanum Thorstein Horgmo sem er í uppáhaldi hjá Benna. „Við renndum okkur saman og hann kenndi mér smá," segir Benni sem segist ekki detta oft. „Ég rotaðist í fyrra en ég man ekki hvernig það gerðist. Núna er ég alltaf með hjálm." Friðbjörn segir Benna hafa verið ótrúlega fljótan að ná tökum á íþróttinni. „Hann hugsar ekki um mikið annað og fer alltaf í fjallið þegar færi gefst. Á sumrin er hann á hjólabretti og í fimleikum. Ég hef séð rosalega miklar framfarir hjá honum á síðasta ári. Hann er staðráðinn í að verða atvinnumaður þegar hann verður stór." Næst á dagskrá hjá Benna er að renna sér á AK Extreme snjóbrettamótinu sem hefst á Akureyri 12. apríl, en þar er hann yngsti keppandinn. alfrun@frettabladid.is Hægt er að sjá Benna sýna ótrúlega takta í myndbandinu hér fyrir ofan.
Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Sjá meira