Lífið

Á von á strák

Fyrirsætan Alessandra Ambrosio á von á sínu öðru barni en það verður strákur í þetta sinn. 
Nordicphotos/getty
Fyrirsætan Alessandra Ambrosio á von á sínu öðru barni en það verður strákur í þetta sinn. Nordicphotos/getty nordicphotos/getty
Victoria Secret-fyrirsætan Alessandra Ambrosio á von á litlum strák. Þetta tilkynnti fyrirsætan á Facebook-síðu sinni en hún á von á sér um miðjan maí samkvæmt vefsíðu People Magazine. „Við ætluðum að láta kynið koma okkur á óvart en vorum svo forvitin að við gátum ekki beðið,“ skrifar fyrirsætan í samskiptasíðuna en unnusti hennar og barnsfaðir er Jamie Mazur.

Ambrosio segist spennt að verða strákamamma en fyrir á parið þriggja ára dóttur, Önju Louise, og segir fyrirsætan hana hlakka mikið til að verða stóra systir. „Hún er mjög spennt og er búin að koma með misgóðar tillögur um nafn á strákinn.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.