Lífið

Börnin mega bíða

Carrie Underwood ætlar ekki að fara að hrúga niður börnum alveg strax.
Carrie Underwood ætlar ekki að fara að hrúga niður börnum alveg strax.
Kántrýsöngkonan geðþekka Carrie Underwood segist ekki ætla út í barneignir á næstunni.

Hin 29 ára gamla Idol-söngkona giftist NHL hokkýkappanum Mike Fisher í júlí 2010. Hún segir þau vera mjög sátt við stöðu mála eins og er og að barneignir séu ekki í spilunum hjá þeim alveg strax.

„Mér líður vel eins og er. Það er ekkert vit í að vera að eignast börn á meðan hann er á fullu í hokkýí og ég að syngja,“ sagði Underwood í viðtali við sjónvarpsstöðina Extra á Tónlistarhátíð kántrýsöngvara fyrir skömmu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.