Segist hafa kynnt hugmyndir um minnkun bankakerfisins Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. mars 2012 10:49 Tryggvi Þór Herbertsson bar vitni í Landsdómi í dag. mynd/ gva. Tryggvi Þór Herbertsson, sem var efnahagsráðgjafi Geirs Haarde, var með víðtækar hugmyndir um sameiningar í bankakerfinu í ágúst 2008 til þess að minnka efnahagsreikning bankanna og draga úr kostnaði. Fyrir Landsdómi í dag sagðist Tryggvi hafa kynnt hugmyndirnar fyrir Geir Haarde, þáverandi forsætisráðherra, þá þegar. „Forsætisráðherra bað mig um að tala við alla bankastjórnendur og eigendur og reyna að festa hönd á hvernig hægt væri að minnka þetta kerfi," sagði Tryggvi í vitnastúku. Hann hafi því unnið hugmynd með fullri vitneskju og stuðningi ráðherrans. Sú hugmynd fól meðal annars í sér sameiningu Glitnis og Landsbankans. Öll norræn starfsemi myndi flytjast í FIH bankann, sem var í eigum Kaupþings, og það yrði reynt að selja eins mikið af eigum og hægt væri. „Jafnframt tillaga um að ríkið gæfi út evruskuldabréf og þessi bréf færð bönkunum. Í staðinn fengi ríkið öll íbúðabréf með afföllum og þau færð inn í Íbúðalánasjóð," sagði Tryggvi. Hann segist hafa rætt þessa hugmynd við fulltrúa allra bankanna. Fyrirstaða hafi verið á meðal aðaleiganda Glitnis og aðaleigandi Landsbankans vildi ekki fara þessa leið á þeim tíma. „Það hefur komið mér á óvart hvað menn hafa gert lítið úr þessari miklu viðleitni sem var af hendi forsætyisráðuneytisins til þess að sameinast um aðgerðir til þess að bankakerfið yrði sterkara, kostnaðarminna og hægara yrði um að selja eignir," sagði Tryggvi. Undir vissum kringumstæðum hefði verið hægt að minnka kerfið á þennan hátt að mati Tryggva. „Við trúðum því að þetta væri allavega tilboð sem væri þess virði að gera og við hefðum tæpast gert það nema við hefðum trúað því að þetta væri etitthvað sem hefði skilað árangri," sagði Tryggvi. Þessi orð Tryggva stangast á við framburð Þorsteins Más Baldvinssonar, stjórnarformanns Glitnis, og Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra Kaupþings, sem segja að forsætisráðuneytið hafi ekki haft frumkvæði að hugmyndum um að minnka bankakerfið. Landsdómur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Tryggvi Þór Herbertsson, sem var efnahagsráðgjafi Geirs Haarde, var með víðtækar hugmyndir um sameiningar í bankakerfinu í ágúst 2008 til þess að minnka efnahagsreikning bankanna og draga úr kostnaði. Fyrir Landsdómi í dag sagðist Tryggvi hafa kynnt hugmyndirnar fyrir Geir Haarde, þáverandi forsætisráðherra, þá þegar. „Forsætisráðherra bað mig um að tala við alla bankastjórnendur og eigendur og reyna að festa hönd á hvernig hægt væri að minnka þetta kerfi," sagði Tryggvi í vitnastúku. Hann hafi því unnið hugmynd með fullri vitneskju og stuðningi ráðherrans. Sú hugmynd fól meðal annars í sér sameiningu Glitnis og Landsbankans. Öll norræn starfsemi myndi flytjast í FIH bankann, sem var í eigum Kaupþings, og það yrði reynt að selja eins mikið af eigum og hægt væri. „Jafnframt tillaga um að ríkið gæfi út evruskuldabréf og þessi bréf færð bönkunum. Í staðinn fengi ríkið öll íbúðabréf með afföllum og þau færð inn í Íbúðalánasjóð," sagði Tryggvi. Hann segist hafa rætt þessa hugmynd við fulltrúa allra bankanna. Fyrirstaða hafi verið á meðal aðaleiganda Glitnis og aðaleigandi Landsbankans vildi ekki fara þessa leið á þeim tíma. „Það hefur komið mér á óvart hvað menn hafa gert lítið úr þessari miklu viðleitni sem var af hendi forsætyisráðuneytisins til þess að sameinast um aðgerðir til þess að bankakerfið yrði sterkara, kostnaðarminna og hægara yrði um að selja eignir," sagði Tryggvi. Undir vissum kringumstæðum hefði verið hægt að minnka kerfið á þennan hátt að mati Tryggva. „Við trúðum því að þetta væri allavega tilboð sem væri þess virði að gera og við hefðum tæpast gert það nema við hefðum trúað því að þetta væri etitthvað sem hefði skilað árangri," sagði Tryggvi. Þessi orð Tryggva stangast á við framburð Þorsteins Más Baldvinssonar, stjórnarformanns Glitnis, og Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra Kaupþings, sem segja að forsætisráðuneytið hafi ekki haft frumkvæði að hugmyndum um að minnka bankakerfið.
Landsdómur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira