Erlent

Grænlendingar furða sig á Greenpeace í Noregi

Grænlendingar furða sig á því að Greenpeace samtökin í Noregi eru farin að krefjast þess að öll fyrirhuguð olíuvinnsla við Grænland verði stöðvuð. Hinsvegar sjái Greenpeace í Noregi ekkert athugavert við að Norðmenn sjálfir séu að bora eftir olíu í Barentshafi.

Talsmaður Greenpeace segir að þeir vilji ekki að neinar nýjar boranir verði gerðar hvar sem er í heiminum, en þeir geti ekki komið í veg fyrir þær boranir sem þegar eru hafnar. Þeir vilji stöðva fyrirhugað olíuvinnslu við Grænland vegna þeirra áhirfa sem hún gæti haft á viðkvæmt lífríkið á norðurslóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×