Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings neitaði að tjá sig nokkuð um vitnisburð sinn fyrir Landsdómi þegar hann kom út úr réttarsalnum. Þrátt fyrir að gengið væri á hann um að tjá sig um vitnisburðinn svaraði hann engu. Hér má sjá þegar Hreiðar Már yfirgefur Landsdóm.
