Innlent

Fulltrúar bankanna mæta í Landsdóm í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Þór Sturluson var fyrstur í vitnastúku í dag.
Jón Þór Sturluson var fyrstur í vitnastúku í dag. mynd/ gva.
„Mér var ljóst að það voru aðsteðjandi hættumerki frá því í ársbyrjun 2008," sagði Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður Björgvins G. Sigurðssonar, fyrrverandi viðskiptaráðherra. „En sú hætta var ekki bráð framan af. Hættan magnaðist upp í takt við það sem tíminn leið," sagði hann.

Jón Þór er fyrsta vitnið sem kemur fyrir dóminn í dag. Eftir að hann ber vitni mun Jónas Fr. Jónsson svo koma fyrir dóminn. Hingað til hafa vitnin í málinu verið fyrrverandi ráðherrar, eða embættismenn og verður það svo til hádegis í dag. Þau vitni hafa að mörgu leyti tekið undir málflutning Geirs Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. Hafa margir þeirra meðal annars borið vitni um að bankakerfið hafi verið komið í vanda á árunum 2005-2006 og sagt að ógerlegt hafi verið að draga úr stærð bankakerfisins á árinu 2008.

Þá má búast við að kúvending verði í málflutningi eftir hádegi í dag því gert er ráð fyrir að fulltrúar bankanna, meðal annars Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, muni bera vitni eftir hádegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×