Innlent

Meiningarmunur um ríkisábyrgð á Icesave

JHH og skrifar
Bolli Þór Bollason og Geir Haarde fyrir Landsdómi.
Bolli Þór Bollason og Geir Haarde fyrir Landsdómi. mynd/ GVA.
Viðskiptaráðuneytið og Fjármálaeftirlitið töldu að íslenska ríkið bæri ábyrgð á lágmarkstryggingu innistæðna samkvæmt EES tilskipunum. Þetta sagði Bolli Þór Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu og formaður samráðshóps um fjármálastöðugleika, fyrir Landsdómi í dag.

Sakborningurinn, Geir Haarde, Davíð Oddsson seðlabankastjóri, Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu og fleiri hafa hins vegar borið fyrir Landsdómi að þeir töldu að ekki væri ríkisábyrgð á þessum reikningum. Bolli var í dag spurður hvort hann teldi að ríkisábyrgð væri á reikningunum.

„Eftir góð kynni af mínum gamla skólabróður Baldri þá var ég frekar hallur undir hans sjónarmið í mörgum málum," sagði Bolli þá. Bolli Þór og Baldur Guðlaugsson er gamlir vinir og skólabræður, m.a. úr Menntaskólanum í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×