Innlent

Vissu að fall eins banka myndi orsaka fall hinna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá Landsdómi i dag.
Frá Landsdómi i dag. mynd/ GVA.
Bolli Þór Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsæitsráðuneytinu, segir að samráðshópur um fjármálastöðugleika hafi gert sér grein fyrir því að ef einn stóru viðskiptabankanna myndi falla þá myndu þeir allir falla. Þetta sagði Bolli þegar hann bar vitni fyrir landsdómi í dag.

„Fyrst og fremst vegna þess að erlendir aðilar gerðu engan greinamun á því hvort banki héti Glitnir, Landsbanki eða Kaupþing. Þetta var þá bara íslenskur banki," segir Bolli. Traustið á íslensku bönkunum væri farið ef einn banki félli.

Bolli var formaður hópsins um fjármálastöðugleika. Aðspurður sagðist hann að aldrei hafi verið kvartað yfir því að hópinn hefði skort pólitíska stefnumörkun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×