Dýrfiskur hleypir fjöri í Flateyri Kristján Már Unnarsson skrifar 6. mars 2012 20:30 Dýrfiskur er að tífalda eldi regnbogasilungs í Dýrafirði, sem kallar á fleiri störf á Vestfjörðum, mest við fiskvinnslu á Flateyri. Eftir langvarandi erfiðleika í atvinnumálum á Flateyri sjást nú merki um að farið sé að rofa til. Eins og víða annarsstaðar á Vestfjörðum þá er það fiskeldi sem er að hjálpa til. Í fiskiðju sem áður tilheyrði þrotabúi Eyrarodda hefur nú aftur færst líf en í frétt Stöðvar 2 er sýnt frá vinnslu regnbogasilungs á vegum nýs félags, Arctic Odda, sem jafnframt hefur keypt fiskeldisstöðina Dýrfisk á Þingeyri. Eiríkur Finnur Greipsson, fjármálastjóri Arctic Odda, segir að verið sé að byggja upp fiskeldið úr 200 tonna slátrun upp í 2.000 tonna slátrun á næstu tveimur árum. „Þannig að ég held að megi segja það að hér sé hafin góð og hægfara uppbygging, vonandi mjög traust," segir Eiríkur Finnur. Dýrfiskur er með eldiskvíar á Dýrafirði og seiðaeldi á Tálknafirði og hefur félagið nú einnig sótt um að leyfi til að ala regnbogasilung í Önundarfirði og í Ísafjarðardjúpi. Systurfélag er jafnframt að hasla sér völl í hefðbundnum fiskveiðum, gerir út einn bát og annar er á leiðinni. Starfsmenn fyrirtækjanna nú orðnir yfir þrjátíu talsins og boðar Eiríkur Finnur að þeim muni fjölga ört á næstu mánuðum. Það er til marks um breytta tíma að hér er það eldisfiskur sem treystir fiskvinnsluna og því freistandi að spyrja hvort fiskeldið muni reisa við byggð á Vestfjörðum. Eiríkur Finnur telur erfitt að spá um framtíðina en segir þó að eigendur Arctic Odda og Dýrfisks hafi mikla trú á því að góð framtíð sé í eldi á þessu svæði. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Dýrfiskur er að tífalda eldi regnbogasilungs í Dýrafirði, sem kallar á fleiri störf á Vestfjörðum, mest við fiskvinnslu á Flateyri. Eftir langvarandi erfiðleika í atvinnumálum á Flateyri sjást nú merki um að farið sé að rofa til. Eins og víða annarsstaðar á Vestfjörðum þá er það fiskeldi sem er að hjálpa til. Í fiskiðju sem áður tilheyrði þrotabúi Eyrarodda hefur nú aftur færst líf en í frétt Stöðvar 2 er sýnt frá vinnslu regnbogasilungs á vegum nýs félags, Arctic Odda, sem jafnframt hefur keypt fiskeldisstöðina Dýrfisk á Þingeyri. Eiríkur Finnur Greipsson, fjármálastjóri Arctic Odda, segir að verið sé að byggja upp fiskeldið úr 200 tonna slátrun upp í 2.000 tonna slátrun á næstu tveimur árum. „Þannig að ég held að megi segja það að hér sé hafin góð og hægfara uppbygging, vonandi mjög traust," segir Eiríkur Finnur. Dýrfiskur er með eldiskvíar á Dýrafirði og seiðaeldi á Tálknafirði og hefur félagið nú einnig sótt um að leyfi til að ala regnbogasilung í Önundarfirði og í Ísafjarðardjúpi. Systurfélag er jafnframt að hasla sér völl í hefðbundnum fiskveiðum, gerir út einn bát og annar er á leiðinni. Starfsmenn fyrirtækjanna nú orðnir yfir þrjátíu talsins og boðar Eiríkur Finnur að þeim muni fjölga ört á næstu mánuðum. Það er til marks um breytta tíma að hér er það eldisfiskur sem treystir fiskvinnsluna og því freistandi að spyrja hvort fiskeldið muni reisa við byggð á Vestfjörðum. Eiríkur Finnur telur erfitt að spá um framtíðina en segir þó að eigendur Arctic Odda og Dýrfisks hafi mikla trú á því að góð framtíð sé í eldi á þessu svæði.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira