Brynjar Níelsson: Hvaða starfsmaður sem er hefði getað lent í árásinni 5. mars 2012 12:13 Brynjar Níelsson. Mynd / / Haraldur Jónasson „Starfsfólkið er í áfalli," sagði Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands, en hann starfar á sömu skrifstofu og hnífaárásin átti sér stað í morgun. Hann sagði í samtali við fréttastofu að skrifstofunni verði lokað í dag vegna rannsóknar lögreglu og verður áfram næstu daga. Það var ljóst að Brynjari var verulega brugðið eins og öðrum starfsmönnum eftir að karlmaður stakk framkvæmdastjóra Lagastoða margsinnis. Sá liggur þungt haldinn á Landspítalanum og gengst nú undir aðgerð. Samstarfsmaður fórnarlambsins, Guðni Bergsson, var stunginn tvívegis í lærið þegar hann kom honum til bjargar. „Hvaða starfsmaður sem er hefði getað lent í þessu," sagði Brynjar um árásina en svo virðist sem árásarmaðurinn hafi óskað eftir viðtali á skrifstofunni. Brynjar segir engan kannast við manninn á stofunni, og svo virðist sem maðurinn hafi ekki átt sér forsögu á stofunni. Brynjar lýsti því þannig að maðurinn hefði óskað eftir viðtali og svo virðist sem tilviljunin ein hafi ráðið því að hann réðist á fórnarlambið. „Maður veltir því fyrir sér hvernig svona lagað geti gerst um hábjartan dag,“ sagði Brynjar. Ekki er vitað hvað árásarmanninum gekk til. Hann er í haldi lögreglunnar og enn á eftir að yfirheyra hann samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Tengdar fréttir Starfsmaður lögfræðistofu stunginn - einn handtekinn Karlmaður var stunginn á lögfræðistofu í Reykjavík í Lágmúla í morgun. Einn maður hefur verið handtekinn samkvæmt heimildum Vísis. Svo virðist sem maðurinn hafi ráðist á starfsmanninn snemma í morgun og stungið hann nokkrum sinnum. 5. mars 2012 11:00 Guðni hlaut áverka þegar hann reyndi að bjarga manni frá hnífaárás Guðni Bergsson, lögfræðingur og fyrrverandi landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, hlaut skurðáverka þegar hann reyndi að koma samstarfsmanni sínum til bjargar í morgun. Karlmaður stakk manninn ítrekað með hnífi. Guðni var stunginn tvívegis í lærið en árásin átti sér stað skömmu fyrir klukkan tíu í morgun á lögfræðistofunni Lagastoð í Lágmúla. 5. mars 2012 11:32 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Hann er frekar að gera mér greiða heldur en ég honum“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira
„Starfsfólkið er í áfalli," sagði Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands, en hann starfar á sömu skrifstofu og hnífaárásin átti sér stað í morgun. Hann sagði í samtali við fréttastofu að skrifstofunni verði lokað í dag vegna rannsóknar lögreglu og verður áfram næstu daga. Það var ljóst að Brynjari var verulega brugðið eins og öðrum starfsmönnum eftir að karlmaður stakk framkvæmdastjóra Lagastoða margsinnis. Sá liggur þungt haldinn á Landspítalanum og gengst nú undir aðgerð. Samstarfsmaður fórnarlambsins, Guðni Bergsson, var stunginn tvívegis í lærið þegar hann kom honum til bjargar. „Hvaða starfsmaður sem er hefði getað lent í þessu," sagði Brynjar um árásina en svo virðist sem árásarmaðurinn hafi óskað eftir viðtali á skrifstofunni. Brynjar segir engan kannast við manninn á stofunni, og svo virðist sem maðurinn hafi ekki átt sér forsögu á stofunni. Brynjar lýsti því þannig að maðurinn hefði óskað eftir viðtali og svo virðist sem tilviljunin ein hafi ráðið því að hann réðist á fórnarlambið. „Maður veltir því fyrir sér hvernig svona lagað geti gerst um hábjartan dag,“ sagði Brynjar. Ekki er vitað hvað árásarmanninum gekk til. Hann er í haldi lögreglunnar og enn á eftir að yfirheyra hann samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.
Tengdar fréttir Starfsmaður lögfræðistofu stunginn - einn handtekinn Karlmaður var stunginn á lögfræðistofu í Reykjavík í Lágmúla í morgun. Einn maður hefur verið handtekinn samkvæmt heimildum Vísis. Svo virðist sem maðurinn hafi ráðist á starfsmanninn snemma í morgun og stungið hann nokkrum sinnum. 5. mars 2012 11:00 Guðni hlaut áverka þegar hann reyndi að bjarga manni frá hnífaárás Guðni Bergsson, lögfræðingur og fyrrverandi landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, hlaut skurðáverka þegar hann reyndi að koma samstarfsmanni sínum til bjargar í morgun. Karlmaður stakk manninn ítrekað með hnífi. Guðni var stunginn tvívegis í lærið en árásin átti sér stað skömmu fyrir klukkan tíu í morgun á lögfræðistofunni Lagastoð í Lágmúla. 5. mars 2012 11:32 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Hann er frekar að gera mér greiða heldur en ég honum“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira
Starfsmaður lögfræðistofu stunginn - einn handtekinn Karlmaður var stunginn á lögfræðistofu í Reykjavík í Lágmúla í morgun. Einn maður hefur verið handtekinn samkvæmt heimildum Vísis. Svo virðist sem maðurinn hafi ráðist á starfsmanninn snemma í morgun og stungið hann nokkrum sinnum. 5. mars 2012 11:00
Guðni hlaut áverka þegar hann reyndi að bjarga manni frá hnífaárás Guðni Bergsson, lögfræðingur og fyrrverandi landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, hlaut skurðáverka þegar hann reyndi að koma samstarfsmanni sínum til bjargar í morgun. Karlmaður stakk manninn ítrekað með hnífi. Guðni var stunginn tvívegis í lærið en árásin átti sér stað skömmu fyrir klukkan tíu í morgun á lögfræðistofunni Lagastoð í Lágmúla. 5. mars 2012 11:32