Innlent

Var ekki hægt að vefengja mat erlendra endurskoðenda

Geir Haarde gefur skýrslu fyrir Landsdómi i dag.
Geir Haarde gefur skýrslu fyrir Landsdómi i dag. mynd/ gva.
Geir Haarde segir að nú sé augljóst að eigið fé bankanna hafi samanstaðið af uppblásnum eignum. Það hefði hins vegar ekki verið hægt að benda á þetta fyrir hrun bankanna. „Átti ríkisstjórnin að draga í efa að úppáskriftir alþjóðlegra endurskoðunarfyrirtækja væri í lagi," sagði Geir fyrir Landsdómi í dag.

Geir ítrekaði að menn hafi vitað að bankarnir hefðu þurft að minnka umsvif sín en neitar að hann hafi getað gert eitthvað til að stuðla að því. „Það er vandkvæðum bundið að finna því stað ekki að ég hafi getað gert eitthvað hvað þetta varðar sem ekki var gert," sagði Geir. Hann sagði jafnframt að bankarnir sjálfir hefðu ekki getað gert neitt. Þeir hefðu þurft að selja eignir sínar með verulegum afföllum sem hefði haft veruleg áhrif á eiginfjárstöðu þeirra.

Geir segir að hann hafi rætt þetta oft við bankastjóra Seðlabankans, á meðal annarra, en ekki hafi verið gerlegt að bregðast við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×