Innlent

Fullyrtu að fall Lehman hefði engin áhrif á íslensku bankana

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Geir Haarde mætir til Landsdóms í dag.
Geir Haarde mætir til Landsdóms í dag. mynd/ gva.
Fulltrúar bankanna fullyrtu á fundi með Geir Haarde, þann 18 september 2008, að bankarnir væru nægjanlega vel fjármagnaðir til ársins 2009. Þetta fullyrti Geir fyrir Landsdómi í morgun.

Geir rifjaði upp að Lehman Brothers, bandaríski bankinn, hefði hrunið 15. September. Tveimur dögum síðar hefði Fjármálaeftirlitð birt fréttatilkynningu þess efnis að fall bankans hefði ekki stórkostleg áhrif á rekstur íslensku bankanna. Tæpum hálfum mánuði seinna var ákveðið að íslenska ríkið myndi taka yfir 75% hlut í Glitni.

Geir sagði fyrir dómi í morgun að á fundinum með bankastjórunum hefðu þeir fullyrt að ástandið liti vel út. „Það datt engum í hug að bankarnir væru að villa um fyrir manni eða staðan væri svo slæm að þeir hefðu ekki einu sinni áttað sig á því sjálfir," sagði Geir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×