Enski boltinn

Ferguson: Kom ekki á óvart að Villas-Boas var rekinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að það hafi verið dæmigert fyrir knattspyrnuheiminn í dag að Andre Villas-Boas hafi verið rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Chelsea.

Villas-Boas var í dag rekinn frá Chelsea eftir aðeins átta mánuði í starfi en gengi liðsins hefur ekki verið gott að undanförnu. Liðið tapaði í gær fyrir West Brom, 1-0, sem gerði útslagið.

„Fréttirnar komu mér í raun ekki á óvart," sagði Ferguson eftir 3-1 sigur sinna manna á Tottenham í dag. „Það hefur verið mikið fjallað um þetta í fjölmiðlum og úrslitin hafa ekki verið honum í hag. Þetta eru vonbrigði vegna þess að hann er ungur knattspyrnustjóri."

„Ungir menn þurfa tíma og því miður fær maður ekki mikinn tíma í þessum bransa. Þetta eru því í raun nokkuð dapurleg tíðindi."

„Ég vona að honum gangi vel í framtíðinni því hann er efnilegur. Það er ekki hægt að líta framhjá því sem hann gerði hjá Porto og ég vona að hann snúi aftur sem allra fyrst."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×