Enski boltinn

Henderson: Við eigum enn möguleika á Meistaradeildarsæti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Henderson í leiknum gegn Arsenal.
Henderson í leiknum gegn Arsenal. Mynd. / Getty Images
Jordan Henderson, leikmaður Liverpool, hefur ekki enn lagt árar í bát í baráttunni um laust sæti í Meistaradeild Evrópu.

Liverpool tapaði fyrir Arsenal í mikilvægum leik um helgina og eru núna tíu stigum á eftir Lundúnarliðinu .

„Ég held að við eigum enn möguleika á fjórða sætinu," sagði Henderson við fjölmiðla ytra.

„Við verðum bara að halda áfram þeirri vinnu sem liðið hefur lagt á sig á tímabilinu, ná í fleiri sigra og ef við höldum áfram að spila eins og við gerðum á móti Arsenal þá hef ég ekki miklar áhyggjur af liðinu."

„Þetta var eðlilega virkilega svekkjandi tap gegn Arsenal og mér fannst við svo sannarlega eiga skilið eitthvað úr leiknum."

„Við eigum leik gegn Sunderland í næstu viku og verðum bara að svara þessum úrslitum þar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×