Enski boltinn

Friedel: Var freistandi að fara til Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Brad Friedel viðurkennir að það hafi verið freistandi að ganga til liðs við Liverpool en með því hefði hann í raun verið að leggja hanskana á hilluna.

Friedel ákvað frekar að fara til Tottenham þegar hann fór frá Aston Villa eftir síðasta tímabil og sér ekki eftir því. Þar er hann aðalmarkvörður liðsins og hefur staðið sig vel.

„Ég var með fjögur tilboð í sumar. Ég gekk ekki að því tilboði sem hefði tryggt mér mestu tekjurnar heldur það sem mér þótti vera frá liðinu með besta leikmannahópinn og besta möguleikann fyrir mig."

„Það var freistandi að fara til Liverpool. Kenny [Dalglish, stjóri Liverpool] gat boðið mér gull og græna skóga en ekki lofað mér að ég myndi spila reglulega."

„Þetta var erfit ákvörðun en mér varð ljóst eftir að hafa hitt alla hjá Tottenham að þetta væri lið sem ætlaði sér stærri og betri hluti. Metnaðurinn hjá félaginu er mikill."

„Ég hef aldrei skrifað undir samning hjá liði þar sem ég yrði varamarkvörður. Mér finnst að ég hefði í raun verið að ákveða að hætta ef ég hefði samið við Liverpool," sagði hinn fertugi Friedel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×