Enski boltinn

Ferguson: Redknapp sá eini sem kemur til greina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ferguson og Redknapp
Ferguson og Redknapp Mynd. / Getty Images
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, telur að Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, verði næsti landsliðsþjálfari Englendinga og að það væri fráleitt að velja annan í starfið.

Fabio Capello hætti með enska landsliðið í síðasta mánuði og núna leitar enska knattspyrnusambandið að eftirmanni hans.

Redknapp þykir langlíklegastur til þess að krækja í starfið en líklega verður enginn ráðinn í starfið fyrir en núverandi tímabili líkur.

„Ég held að það geti enginn komið í veg fyrir það að Harry (Redknapp) taki við Englandi," sagði Ferguson á blaðamannafundi fyrir leik Manchester United og Tottenham sem fer fram síðar í dag.

„Ég veit að enska knattspyrnusambandið telur sig þurfa skoða fleiri kosti en ég sé hreinlega engan annan sem gæti tekið við liðinu á þessum tímapunkti."

„Ef sambandið ákveður að ráða annan mann í starfið þá mun almenningur hópast gegn sambandinu og það er ekki gott, svo stuttu fyrir EM í sumar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×