Enski boltinn

Villas-Boas rekinn frá Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea.
Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea. Nordic Photos / Getty Images
Chelsea hefur ákveðið að segja Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóra, upp störfum hjá félaginu. Roberto di Matteo tekur við og stýrir liðinu til loka tímabilsins.

Chelsea tapaði í gær fyrir West Brom, 1-0, og hefur nú unnið aðeins einn sigur í síðustu sex leikjum sínum í deildinni. Liðið tapaði þar að auki fyrir Napoli, 3-1, í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Chelsea hefur alls unnið aðeins þrjá leiki í síðustu tólf leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.

Di Matteo hefur verið aðstoðarmaður Villas-Boas sem tók við liðinu í sumar. Hann er á 35. aldursári og var yngsti knattspyrnustjóri ensku úrvalsdeildarinnar.

Roman Abramovich er eigandi Chelsea en hann hefur hingað til ekki verið þekktur fyrir þolinmæði og að gefa knattspyrnustjórum sínum tíma og svigrúm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×