Enski boltinn

Macheda sótillur á Twitter

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Federico Macheda.
Federico Macheda.
Federico Macheda heldur áfram að koma sér í vandræði vegna skrifa sinna á Twitter en í dag lýsti hann vonbrigðum sínum með því að vera ekki í náðinni hjá Mark Hughes, stjóra QPR.

Macheda var kærður fyrir önnur ummæli á Twitter fyrr í vikunni en þau þóttu niðrandi í garð samkynhneigðra.

Hann hefur ekki verið í leikmannahópi QPR að undanförnu, ekki heldur í dag þegar að liðið gerði 1-1 jafntefli við Everton.

„Totally pissed off...this is not what i deserve! F..k all!!!!!," skrifaði Macheda eftir leikinn en færslunni hefur nú verið eytt.

Mark Hughes var spurður út í þetta á blaðamannafundi eftir leik. „Um hvað er hann að tala? Kannski er úrið hans bilað eða kannski missti hann símann sinn. Hver veit hvað hann hefur gert. Þið gerið ráð fyrir því að þetta snúist um leikinn og ég ætla ekki að blanda mér í þetta."

„Ég get ekki tjáð mig um þetta fyrr en ég hef rætt við hann sjálfan. En af hverju erum við að tala um leikmann sem var ekki einu sinni í hópnum? Ég vil frekar tala um þá leikmenn sem spiluðu leikinn og gáfu allt sitt í það."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×