Enski boltinn

Arteta fékk þungt högg á kjálkann og alvarlegan heilahristing

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arteta fagnar með félögum sínum í dag.
Arteta fagnar með félögum sínum í dag. Mynd/AP
Spánverjinn Mikel Arteta var borinn af velli í leik Liverpool og Arsenal sem nú stendur yfir eftir að hafa fengið þungt höfuðhögg. Ekki er talið að meiðslin séu alvarleg en Arteta var engu að síður fluttur á sjúkrahús.

Arteta og Jordan Henderson, leikmaður Liverpool, skullu óviljandi saman með þeim afleiðingum að Arteta fékk þungt högg á kjálkann. Fréttastofa Sky Sports fullyrðir að hann hafi fengið alvarlegan heilahristing og hafi átt erfitt með að ná áttum.

Leikurinn tafðist um nokkrar mínútur vegna þessa en stuðningsmenn Liverpool risu á fætur og klöppuðu fyrir Arteta um leið og hann var borinn af velli. Arteta er fyrrum leikmaður Everton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×